Mikil óánægja vegna kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja

Mikil óánægja er í samtökum aldraðra og öryrkja vegna framkomu ríkisstjórnarinnar við þessa lífeyrisþega.Því var heitið þegar ríkisstjórnin tók við, að haft yrði samráð við hagsmunasamtök um ráðstafanir sem gera þyrfti í ríkisfjármálum. En samráð það sem félags-og tryggingamálaráðherra hafði við Landssamband eldri borgara og  Öryrkjabankalag Íslands var aðeins til málamynda.Í öllum aðalatriðum voru athugasemdir og óskir þessara samtaka hundsuð.Félags-og tryggingamálaráðherra hefur einnig hunsað mótmæli og athugasemdir 60+,samtaka eldri borgara í Samfylkingunni.

Ríkisstjórnin lækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja 1.júlí sl.Launþegar á almennum vinnumarkaði fengu launahækkun sama dag. Samkvæmt venju og lögum hefðu lífeyrisþegar átt að fá sambærilega hækkun. Þeir fengu enga  hækkun en sátu uppi með kjaraskerðinguna.Launþegar eiga að fá kauphækkn á ný  1.nóvember.Það mun áreiðanlega fara á sama veg: Launþegar fá hækkun en lífeyrisþegar skildir eftir.Landssamband eldri borgara,Öryrkjabandalag Íslands og 60+ í Samfylkingunni  hafa mótmælt kjaraskerðingunni 1.júlí sl.  og farið fram á sambærilega hækkun á lífeyri og launþegar fengu.Öll þessi samtök hafa verið hundsuð.Það verður enginn friður fyrr en kjör lífeyrisþega  verða leiðrétt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur fyrir löngu sannast að samningaviðræður og loforð halda ekki þegar málefni öryrkja eru annars vegar.  Þetta er allt svikið. Og það er ALVEG sama hvaða stjórnmálamenn eiga í hlut.  Þó ætla vinstri grænir að slá Íslandsmet í sviknum kosnongaloforðum.

Öryrkjar HÆTTUM að ræða hlutina það hefur ekki skilað neinu.

Aðgerða er þörf.  "EKKERT ELSKU MAMMA LENGUR"

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband