Sr.Gunnar á að fá að taka við embætti sínu

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, segir ákvörðun sína um að víkja Gunnari Björnssyni úr embætti sóknarprests á Selfossi, vera endanlega og þegar komna til framkvæmda. Faðir stúlku sem kærði Gunnar fyrir kynferðisbrot, er þakklátur biskupi.

Í dómum sem hafa fallið í máli séra Gunnars kemur fram, að ein af þeim fimm unglingsstúlkum sem kærðu hann fyrir kynferðisbrot segir hann hafa lýst eigin vanlíðan við sig og sagst finna að "straumarnir streymdu úr líkama sínum" þegar hann fengi að faðma hana. Á sama tíma hefði Gunnar strokið á henni bakið og niður eftir mjóbakinu. Stúlkan segist hafa orðið hrædd meðan á þessu stóð. Önnur stúlka sem einnig kærði Gunnar fyrir kynferðisbrot lýsti fyrir dómi atvikum frá fermingarári sínu, þar sem Gunnar kvaddi stúlkuna ítrekað með þéttu faðmlagi og snertingu á brjóst hennar og rass um leið og hann hvíslaði í eyra hennar: "þú ert svo falleg".

Skipunartími séra Gunnars rennur út í maí 2012, og fram að þeim tíma mun hann verða í hlutverki sérþjónustuprests. Biskupinn segir að séra Gunnar hafi verið færður til í starfi með hagsmuni safnaðarins fyrir augum. Ákvörðunin sé byggð á starfsmannalögum, studd með skýrum rökum, hún sé endanleg og þegar komin til framkvæmda.

Tíu prestar hér á landi hafa lýst yfir stuðningi við Gunnar í ljósi sýknudóms hæstaréttar. Biskupinn segir ekkert óeðlilegt við að skoðanir séu skiptar í slíku álitamáli. Svona ákvörðunin sé sársaukafull neyðarúrræði.

Stjórn Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ákvörðun biskups og faðir stúlku sem kærði Gunnar fyrir kynferðisbrot, sagðist í samtali við fréttastofu þakklátur biskupi fyrir hans afstöðu í þessu máli. Biskup vonast til að friður náist um sóknarstarf á Selfossi og lýsir viðbrögðum sóknarbarna þannig að yfirgnæfandi léttir sé yfir því að þessi ákvörðun liggi fyrir. (ruv,is)

Mál þetta er einfalt: Sr.Gunnar var sýknaður í Hæstarétti.Hann á þvi að fá að taka við embættiu sínu.Það er alveg sama hvað andstæðingar Gunnars  týna mikið upp úr málskjölum um að hann hafi faðmað og strokið einhverjum stúlkum.Sýknudómurinn stendur.Ef ekki var ætlunin að fara eftir dómnum átti ekki að leggja málið fyrir dómstóla.Það eru engin rök að óánægja og klofningur sé í söfnuðinum. Meðan prestkosningar voru upp á sitt besta var sífelldur ófriður í söfnuðum og  menn létu það yfir sig ganga.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þú skrifar.

Það er alveg sama hvað andstæðingar Gunnars  týna mikið upp úr málskjölum um að hann hafi faðmað og strokið einhverjum stúlkum. Sýknudómurinn stendur.

Dómurinn snerist ekki um það hvort Gunnar væri óhæfur prestur, heldur hvort hann væri sekur um kynferðisbrot samkvæmt skilningi laganna. Hann var sýknaður af ákærunni. Eftir stendur að mjög mjög margir, þar á meðal biskup telja einsýnt að maðurinn sé óhæfur sem prestur í ljósi þess sem hann sannanlega gerði.

Skeggi Skaftason, 21.10.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband