Gott að losna við Gordon Brown

Breski Íhaldsflokkurinn gæti fengið meira en eitthundrað sæta meirihluta á þingi í kosningunum á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag. Könnunin var gerð fyrir breska blaðið The Guardian.

Samkvæmt könnuninni er stuðningur við Íhaldsflokkinn 44 prósent og við Verkamannaflokkinn 27 prósent.

Næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn Frjálslyndir Demokratar nýtur 18 prósenta stuðnings.

Íhaldsflokkurinn hefur komið betur út úr skoðanakönnunum en Verkamannaflokkurinn allt þetta ár, . Þingkosningar í Bretlandi verða í síðasta lagi í júní á næsta ári. (vsir,is)

Óvíst er,að nokkuð geti bjargað breska jafnaðarmannaflokknum,nema þá ef til vill það að skipta um leiðtoga. Gordon Brown, leiðtogi Verkmannaflokkains, er orðinn svo óvinsæll,að  þær eru meiri en óvinsældir Tony Blair.Ef til vill ætti Vekamannaflokkurinn  að fá Blair  aftur Ég græt það þurrum tárum þó Brown tapi þingkosningunum og hrökklist úr embætti eftir framkomu hans  við Íslendinga.Hann setti hryðjuverkalög á Ísendinga.Við gleymum því aldrei. 

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband