Ögmundur vill að lífeyrissjóðir láni í velferðina

Ögmundur Jónasson alþingismaður og fráfarandi formaður BRSB vill að lífeyrissjóðirnir láni til velferðarmála.Hér er um mjög athyglisverða og róttæka tillögu að ræða.En ég tel varhugavert,að lífeyrissjóðirnir láni til rekstrar. Eðlilegra er að þeir láni til framkvæmda. Talað hefur verið um að lífeyrissjóðir láni til byggingar nýs Landsspítala.Það er vissulega velferðarmál.Einnig hefur verið rætt um að lífeyrissjóðir fjármagni vegaframkvæmdir.Ég er andvígur því að lífeyrissjóðir greiði rekstrarkostnað þó um velferðarmál sé að ræða. Eðlilegra er þá að breyta skattlagningu lífeyrissjóða eins og Sjálfstæðismenn hafa lagt til,þe. skattleggja inngreiðslur í sjóðina í stað útgreiðslna. En þá yrði að bæta sjóðunum að öllu eða einhverju leyti skaðann, sem sjóðirnir yrðu fyrir við þá breytingu.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


mbl.is Lífeyrissjóðir láni í velferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband