Föstudagur, 23. október 2009
Öruggur meirihluti fyrir Icesave
Umræður standa nú yfir á alþingi um Icesave frv.Ljóst er,að það er öruggur meirihluti á þingi fyrir hinu nýja frv. stjórnarinnar. Guðfríður Lilja VG flutti ræðu um málið í morgun og það kom fram,að hún styður málið. Þráinn Bertelsson flutti ræðu í gær og það mátti skilja á honum,að hann ætlaði að styðja málið. Þá bætist stjórninni við einn nýr stuðningsmaður málsins. Enda þótt 1 eða 2 stjórnarliðar mundu sitja hjá er meirihlutinn öruggur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.