Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur, í kjölfar útboðs á íbúðabréfum, ákveðið að lækka útlánavexti sjóðsins sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,55% og 5,05% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag, 23. október 2009.

 

Í tilkynningu segir að samkvæmt lögum um húsnæðismál og samkvæmt reglugerð ÍLS-veðbréf og

íbúðabréf getur stjórn Íbúðalánasjóðs ákvarðað vexti ÍLS-veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána, að viðbættu vaxtaálagi.

 

Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 22. október s.l. ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 4,10%.

 

Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna útlánaáhættu 0,20% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,50%. (visir,is)

Þessi vaxtalækkun leiðiur í ljós,að markaðurinn er tilbúinn að lækka vexti.Viðskiptabankarnir eru einnig byrjaðir að lækka vexti en Seðlabankinn situr eftir og hangir í hæstu vöxtum á byggðu bóli vegna kröfu AGS. Er ekki kominnn tími til þess að Seðlabankinn taki sjálfstæða ákvörðun og láti AGS ekki stjórna sér.Ég held það.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband