BSRB: Kröfur AGS aðför að velferðarþjóðfélaginu

BSRB krefst þess að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingum verði endurskoðuð. Kröfur sjóðsins séu aðför að velferðarþjóðfélaginu. Ályktun þess efnis var samþykkt á 42. þingi bandalagsins í dag.

„BSRB mótmælir kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þess efnis að skilyrði fyrir lánveitingum sjóðsins sé að jafnvægi verði náð í ríkisfjármálum á næstu þremur árum. Telur bandalagið kröfuna aðför að almannaþjónustunni og velferðarþjóðfélaginu."

Bandalagið telur að óbætanlegt tjón muni hljótast af niðurskurði velferðarsamfélagsins. BSRB krefst þess að skilyrðin verði endurskoðuð og ekki gengið svo hart fram eins og ráðgert er.(visir,is)

Ögmundur Jónasson talaði á svipuðum nótum á þingi BRSB í  gær,. Hann gagnrýndi m.a,,að ASÍ hefði samþykkt kröfur AGS um niðurskurð í velferðarkerfinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband