Icesave til fjárlaganefndar

Fyrstu umræðu um frumvarp um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninga Landsbankans lauk á tólfta tímanum í dag. Að því loknu var frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær en samkomulag íslenskra stjórnvalda við hollensk og bresk stjórnvöld er háð samþykki Alþingis.(visir.is)

Það ætti ekki að taka langan tíma að fjalla um málið nú í fjárlaganefnd.Nefndin getur afgreitt málið á skömmum tíma,þar eð kallaður voru fyrir nefndina margir sérfræðingar í sumar og ekki þarf að endurtaka það nú. Ef stjórnarandstaðan heldur ekki uppi leikaraskap og reynir að tefja málið er þetta fljótafgreitt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband