Kona kosin nýr formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir er nýr formaður BSRB. Hún fékk rúm 52% atkvæða í kosningum á þingi bandalagsins í dag. Hún var kosin til þriggja ára og er fyrsta konan sem gegnir embættinu.

Elín Björg Jónsdóttir býður sig fram til formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á þingi bandalagsins 21.-23. október nk. Hún hefur verið annar varaformaður BSRB frá árinu 2006 en gegndi áður starfi ritara stjórnar frá 1989.

Elín Björg hefur verið formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, FOSS, frá árinu 1993. Þá hefur hún verið formaður Samflotsins frá árinu 1989 en það er samstarfsvettvangur tólf bæjarstarfsmannafélaga við kjarasamningagerð.

Auk framangreindra starfa hefur Elín Björg setið í fjölmörgum nefndum og ráðum á Suðurlandi.(ruv.is)

Það er ánægjulegt,að kona skuli hafa verið kosin fornaður BSRB.Það var tími til kominn.Hún þekkir vel til starfsemi bandalagsins,var varaformaður og hefur um langt skeið starfað að málefnum opinberra starfsmanna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband