Viljayfirlýsing ráðherra og sveitarfélaga um orkunýtingu nyrðra

Á grundvelli yfirlýsingar um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum, sem iðnaðarráðherra hefur undirritað við Norðurþing, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit verður sett á fót verkefnisstjórn með fulltrúum framangreindra aðila auk Landsvirkjunar. Hlutverk hennar verður að leita að mögulegum samstarfsaðilum um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Vonir eru bundnar við að niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir haustið 2010. Þá munu aðilar beita sér fyrir því að hægt verði að ljúka nauðsynlegum rannsóknum á orkukostum sumarið 2010. Í því skyni munu aðilar beita sér fyrir stofnun félags sem hafi það að meginmarkmiði að afla fjár til að ljúka nauðsynlegum orkurannsóknum. Hluthafar félagsins verði Landsvirkjun, lífeyrissjóðir aðrir fjárfestar og mögulega sveitarfélög á svæðinu. Stefnt er að því að verkefnisstjórnin taki til starfa sem fyrst.

Í tengslum við undirritun yfirlýsingarinnar skýrði ráðherra frá því að stjórnvöld hafi nú til skoðunar að friðlýsa Gjástykki í heild og hverfa frá öllum virkjanaáformum þar. Við þá skoðun verði m.a. haft samráð við landeigendur og sveitarfélög á svæðinu.( heimasíða Samfylkingar)

Segja má að þessi  viljayfirkýsing komi í stað fyrri yfirlýsingar milli ríkis og Alcoa. En síðan geta sveitarfélögin gert viljayfirlýsingar við Alcoa og aðra orkunotendur sem vilja nýta  orku á svæðinu.

Björgvin Guðmundsson

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband