Drög að fjárfestingarsamnningi um Verne Holding

Drög að fjárfestingarsamningi við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ voru árituð í iðnaðarráðuneytinu í dag.   Samningurinn kveður á um tímabundnar ívilnanir vegna fjárfestingarinnar hér á landi. Byggt var á fyrirmyndum í þeim fjárfestingarsamningum sem gerðir hafa verið vegna stóriðju á undanförnum árum.

Í tilkynningu frá Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, segir að á næstunni muni hún leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

Samkvæmt frumvarpinu  verði iðnaðarráðherra veitt heimild til að gera fjárfestingarsamning fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Verne Holding um byggingu og rekstur gagnaversins svo staðfesta megi samninginn.  (mbl.is)

Þetta er gott skref. En ef Björgólfur Thor er einn aðaleigenda Verne Holding þarf að athuga það sérstaklega. Björgólfur Thor ber ásamt föður sínum ábyrgð á því að 200 milljarðar falla á íslenska skattgreiðendur vegna Ice save. Það á að láta Björgólf Thor borga.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband