Laugardagur, 24. október 2009
Springur stöðugleikasáttmálinn?
Aðilar vinnumarkaðarins funduðu með ráðherrum í gær um stöðuleikasáttmálann.Þeir sögðu eftir fundinn,að lítið hefði komið út úr honum. Það sem stendur út af er eftirfarandi: Ráðstafanir til þess að koma stóriðju í gang. Lækkun stýrivaxta og afnám gjaldeyrishafta.Koma þarf stöðugleikasáttmálanum í lag í síðasta lagi á þriðjudag svo kjarasamningar haldi.Hverfandi líkur eru á að það takist.Málefni Íslands verða ekki tekin fyrir hjá AGS fyrr en á miðvikudag en ef lán Íslands verður afgreitt þá eru taldar líkur á þvi að Seðlabankinn lækki stýrivexti.Rætt hefur einnig verið um að hefja afnám gjaldeyrishafta um mánaðamót.Hvort ríkisstjórnin getur gefið aðilum vinnumarkaðarins einhver fyrirheit um stóriðju er óvíst. Varðandi álver í Helguvík strandar á umhverfisráðherra. Bygging álvers í Helguvík er að vísu komin í gang og verður ekki stöðvuð. Það er aðeins unnt að tefja framkvæmdir.Ef til vill getur iðnaðarráðherra gefið einhverja yfirlýsingu um framkvæmdir við álver í Helguvík sem dugar aðilum vinnumarkaðarins. Henn tókst að leysa málið vel fyrir norðan með því að koma því í hendur sveitarfélaganna. Það er nú í höndum þeirra hvort Alcoa fær orku til álvers við Bakka.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.