Laugardagur, 24. október 2009
Við þurfum réttlátari skattastefnu
Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfðu rangláta stefnu í skattamálum. Þær léttu sköttum af hátekjufólki og atvinnurekendum en þyngdu skatta á lágtekjufólki. Þessi stefna jók ójöfnuð í landinu og var mjög óréttlát skattastefna.Kominn er tími til að leiðrétta hana.Álagning orku-og auðlindaskatts er liður í því svo og að hækka verulega fjármagnstekjuskatt. Hann hefur verið 10%, sennilega sá lægsti á byggðu bóli. Margir fjármagnseigendur hafa ekki greitt neinn tekjuskatt eða útsvar heldur aðeins 10% fjármagnstekuskatt á sama tíma og launafólk hefur greitt 37% tekjuskatt.Ríkisstjórnin hyggst minnka þetta bil og stórhækka fjármagnstekjuskatt..Það er rétt skref. Jafnframt hyggst ríkisstjórnin setja frítekjumark fyrir ákveðnar sparifjárupphæðir, sem fólk á í banka svo það þurfi ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af tiltölulega lágum sparifjárupphæðum.Margir mundu fagna því, ef það yrði gert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.