Ætlar ríkið að fella niður kúlulán braskara?

Þór Sari þingmaður sagði í þættinum  Í vikulokin í morgun,að  skv. lögum ríkisstjórnarinnar um skuldavanda heimila og fyrirtækja sé unnt að afskrifa kúlulán braskaranna.Hringt var í félagsmálaráðherra frá þættinum vegna þessa. Hann neitaði því að ætlunin væri að fella niður kúlulán.Ég fór inn á vef alþingis og las nýju lögin. Mér virðist að nýju lögin nái til allra skulda einstaklinga og fyrirtækja.Að vísu er það heimildarákvæði fyrir fjármálastofnanir að unnt sé að fella niður skuldir fyrirtækja og einstaklinga,sem tekið hafa kúlulán vegna  kaupa á hlutabréfum.Væntanlega verður ekki notuð heimild til að fella niður kúlulán braskara.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband