Laugardagur, 24. október 2009
Aðeins 412 eldri borgarar fengu fulla lágmarksframfærsluuppbót
Ég spurði Tryggingastofnun ríkisins hvað margir ellilífeyrisþegar hafi fengið fulla lágmarksframfærsluuppbót ( 150 þús. brútto) í oktober 2008.Svarið er þetta:Ellilífeyrisþegar, sem fengu greidda framfærsluuppbót úr hærri flokknum fyrir október 2008 voru 412. Ekki var byrjað að greiða þennan bótaflokk fyrr en í október og þá afturvirkt fyrir september. Aðrir fengu skerta uppbót og því lægri lífeyri.Þetta eru færri en ég átti von á.Það er mikið vitnað til þess,að eldri borgarar hafi fengið mikla hækkun 1.september 2008 og það jafnvel notað sem röksemd fyrir því að þeir þurfi ekki meiri hækkanir.Þeir,sem fá fulla uppbót, eru aðeins þeir,sem eru á "strípuðum bótum",þ.e. ellilífeyrisþegar,sem búa einir og hafa engar tekjur aðrar en bætur frá hinu opinbera.Þeir fá fulla tekjutryggingu og heimilisuppbót.Það er vissulega gott að þessir fáu einstaklingar fái fullar uppbætur en það er ansi lítill hópur sem nýtur þess og hinir eru með skertar bætur og mun minni lífeyri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.