Laugardagur, 24. október 2009
Ekkert í stöðugleikasáttmálanum um kjör aldraðra
Alþýðusamband Íslands hefur oftast á undanförnum árum gætt hagsmuna aldraðra,þegar gerðir hafa verið nýir kjarasamningar.Í yfirlýsingum,sem gerðar hafa verið samhliða nýjum kjarasamningum hefur oftast verið tekið fram,að lífeyrir aldraðra ætti að hækka sambærilega og laun.En við gerð stöðugleikasáttmálans sl. vor " gleymdust " eldri borgarar alveg.Ríkisstjórnin,sem átti aðild að stöðugleikasáttmálanum "gleymdi" líka eldri borgurum.Hvað var hér að gerast? Ögmundur Jónasson þingmaður VG og fyrrverandi formaður BSRB kom með skýringuna á þingi BSRB. Hann sagði, að ASÍ hefði fallist á niðurskurð í velferðarkerfinu,niðurskurð lífeyris aldraðra og öryrkja. Þetta hefði verið gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þetta skýrir hvers vegna Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra gékk fram fyrir skjöldu sl vor og lækkaði fyrirvaralaust lífeyrir aldraðra og öryrkja.Þetta var gert með nokkurra daga fyrirvara.Ekki var nauðsynlegt að lækka neitt lífeyri aldraðra og öryrkja,þar eð auknar skerðingar tryggingabóta vegna fjármagsntekna eldri borgara gefa 4 millj, meira í ríkiskassann en áður. Það eru tekjur sem ekki var búist við. Árni Páll hefði því getað bent á þessar aukatekjur og sagt að þær kæmu í stað niðurskurðar. En í staðinn fyrir að gera það tóku rikisstjórn og ASÍ höndum saman um að skera niður hjá lífeyrisþegum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru auðveldastir viðfangs. Engin mótmæli. Engin öflug hagsmunasamtök. Þannig er það og það er viðbjóðslegt og lýsir vel eðli þeirra sem taka slíkar ákvarðanir.
Finnur Bárðarson, 24.10.2009 kl. 16:47
Árni Páll er viðbjóður
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.