Nýr formaður Öryrkjabandalagsins

Guðmundur Magnússon var kosinn formaður Öryrkjabandalags . Guðmundur og Sigursteinn Másson sóttust tveir eftir formannsembættinu en atkvæði féllu þannig að Guðmundur fékk 43 atkvæði en Sigursteinn 30.

Guðmundur sat áður sem varaformaður bandalagsins og er fulltrúi samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra í stjórn ÖBÍ. Öryrkjabandalagið heldur nú aðalfund sinn á Grand hóteli. Árni Páll Árnason ávarpaði fundinn í morgun og sagði þar að 750 milljóna króna niðurskurður í almannatryggingakerfinu væri óumflýjanlegur.(visir)

Nýr formaður ÖBI á mikla vinnu fyrir  höndum. Það er sótt að öryrkjum úr öllum áttum. Kjör þeirra voru skert um sl. áramót og aftur 1,júlí sl. og ný nýlega fengu öryrkjar tilkynningu um að lífeyrissjóðirnir mundu skerða kjör öryrkja nú í haust.Félagsmálaráðherra flutti ávarp á þingi Öbi og í stað þess að tilkynna að kjör öryrkja yrðu leiðrétt sagði hann að skera yrði niður í almanatryggingakerfinu um tæpan milljarð. Hann gat ekki um það að ríkið fær 4 milljörðum meira í tekjur vegna aukinna skerðinga tryggingabóta vegna fjármagsntekna og því hefði ekki þurft að skerða kjör aldraðra og öryrkja neitt,þar eð ríkið átti ekki von  á þessum 4 milljörðum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband