Sunnudagur, 25. október 2009
Rjúkandi kjötsúpa á Skólavörðustíg
Hundruð fólks voru á Skólavörðustíg í gær, í miðbæ Reykjavíkur, þar sem bauðst rjúkandi heit kjötsúpa fyrir gesti og gangandi. Útdeiling súpunnar hófst klukkan eitt, fyrir framan hegningarhúsið, þar sem listakokkurinn Siggi Hall hafði komið sér fyrir með súpupott.
Alls eru hinir gjafmildu súpukokkar fjórir, en auk Sigga eru það Úlfar Eysteinsson, Snorri Birgir Snorrason og Friðgeir Eiríksson, sem útdeila súpunni. Ekki var annað að sjá á súpuþegum en að gjöfin yljaði vel og væri góð á bragðið (mbl.is)
Þetta hefur nú verið gert árlega í nokkur ár. Þetta er góður siður og hristir fólk saman. Það var mikil stemmning á Skólavörðustígnum,þegar súpunni var útdeilt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.