Er ríkisstjórnin á réttri leið?

Þegar ríkisstjórnin  var stofnuð voru það 3 mál,sem að mínu áliti voru mikilvægust í stefnuskrá stjórnarinnar:Að verja velferðarkerfið,innköllun veiðiheimilda og breyting á skattakerfinu til þess að gera það réttlátara. Ekki verður séð enn sem komið er,að stjórnin sé að framkvæmda fyrsta og aðalkosningaloforðið um að verja velferðarkerfið. Ríkisstjórnin hefur hafið stórfelldan niðurskurð almannatrygginga og heilbrigðiskerfisins.M.a. hefir lífeyrir aldraðra og öryrkja verið skorinn niður. Það eru svik á kosningaloforði.Varðandi innköllun veiðiheimilda er staðan sú í því máli,að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra dregur lappirnar í málinu. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar,að við þetta mál verði staðið. Vonandi gengur það eftir. Þriðja málið, aukinn jöfnuður í skattamálum virðist vera að komast í framkvæmd og það er vel.En ríkisstjórnin verður að taka sig á í velferðarmálum.Hún verður að afturkalla kjaraskerðinguna í kerfi almannatrygginga.Einkum er áríðandi að afturkalla skerðinguna á kjörum aldraðra og öryrkja.Geri ríkisstjórnin  það ekki mun mikill fjöldi félagshyggjumanna snúa baki við stjórninni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég tel að ríksstjórnin sé með öfuga forgangsröð hjá sér.  Fyrst þarf að tryggja fólkinu landinu lífskjör svo hægt sé að endurreisa.  Það er tilgangslaust að byggja á ónýtum grunni.

Offari, 25.10.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband