Mánudagur, 26. október 2009
Átök um orkuskatta
Þrýst er á ríkisstjórnina úr öllum áttum að hætta við áform um orku- og auðlindaskatta. Það er ein helsta krafa atvinnurekenda í viðræðum um stöðugleikasáttmálann. Fullyrt er að skatturinn seti fjölda verkefna í biðstöðu.
Viðræðum um stöðugleikasáttmálann verður fram haldið í dag, en stíf fundarhöld voru vegna hans um helgina. Að þeim fundum loknum voru menn varkárir í yfirlýsingum. Þeir sögðu málin hafa þokast en að ekki væri komin niðurstaða. Sáttmálinn héngi því enn á hinum margfræga bláþræði og ekki útséð um hvernig málinu muni ljúka. Niðurstaða þarf hinsvegar að fást eigi síðar en á morgun, því þá rennur út frestur til að framlengja kjarasamning á almennum vinnumarkaði. Von er á yfirlýsingu frá ríkisstjórninni í dag vegna málsins um hvað hún hyggst gera til að tryggja að sáttmálinn haldi.
Ljóst er að mörg stór mál standa útaf í viðræðum um sáttmálann. Stýrivextir eru hærri en hann kveður á um, gjaldeyrishöftum hefur ekki verið aflétt og óvíst er um stórframkvæmdir á vegum hins opinbera. Og svo eru það skattamálin. Þar þykir aðilum vinnumarkaðarins að áform séu um að seilast of djúpt í vasa almennings og fyrirtækja.
Sérstaklega er tekst á um fyrirhugaðan orku-, umhverfis og auðlindaskatt. Þrýst er á ríkisstjórnina úr öllum áttum að hætta við áform um skattinn þann. (ruv.is)
Ekki kemur til greina að mínu áiti að falla frá orkuskatti. Hins vegar er of mikið að leggja á 1 kr. á kílowattstund eins og upphaflega var gert ráð fyrir. En 20-30 aurar á kílowattstund er hóflegt gjald. Orkufyrirtækin verða að leggja til samfélagsins eins og aðrir og engir eru betur í stakk búnir til þess en stóriðjufyrirtækin,sem hafa stórgrætt á hagstæðu gengi í meira en eitt ár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.