Mánudagur, 26. október 2009
Velmegun mest í Finnlandi
Finnland er mesta velmegunarríki heims, ekki bara hvað varðar fjárhagslega þætti heldur og lýðræðisþróunina og stjórnarhætti. Það er niðurstaða stofnunarinnar Legatum í London sem birtir í vikunni svonefndan velmegunarstuðul ríkja.
Finnland var í þriðja sæti á lista Legatum í fyrra. Í öðru sæti nú er Sviss og þar á eftir koma Svíþjóð, Danmörk og Noregur. Bandaríkin eru í níunda sæti og er á undan Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi sem öll eru meðal 20 efstu.
Fjögur ríki af fimm í hópi 20 efstu eru frá Norður-Ameríku og Evrópu. Í neðsta sæti velmegunarlistans Zimbabwe.
Legatum segist hvetja til þess að tekið verði tillit til þátta eins og heilsufars, frelsis, öryggismála og pólitísks stjórnarfars sem lykils að velmegun fremur en efnalegrar velsældar einnar og sér.
Í frétt breska blaðsins Financial Times um velmegunarlistann nýja er nafn Íslands ekki nefnt á nafn.(mbl.is)
Það er undarlegt,að Ísland skuli ekki vera meðal 20 efstu.Ástandið er síst betra íi Bretlandi en á Íslandi,t.d. eru skuldir Breta meiri en Íslendinga.Hins vegar eru Finnar vel að fyrsta sætinu komnir.
Bj0rgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.