Mánudagur, 26. október 2009
Kjarasamningar og stöðugleikasáttmáli i uppnámi-ráðherrar erlendis
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru nú stödd á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fleiri ráðherrar eru á þinginu og má þar nefna Árna Pál Árnason og Svandísi Svavarsdóttur. Athygli vakti að forsætis- og fjármálaráðherra ferðuðust ekki á Saga Class á leiðinni út.
Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu mun Jóhanna koma aftur hingað til lands síðar í vikunni, en hún tekur meðal annars þátt í flokksþingi sænska jafnaðarmannaflokksins á fimmtudaginn. Jóhanna og Jens Stoltenberg verða aðalræðumenn flokksþingsins.
Flugfarþegar sem voru í vél Icelandair á leiðinni til Stokkhólms sögðu það hafa vakið athygli að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hefðu ekki verið á Saga Class. Þau voru í svokölluðum Economy Comfort sætum, sem er flokkurinn fyrir neðan Saga Class.(visir,is)
Ég er stórhneykslaður á því,að ráðherrar skuli fara til útlanda á gagnlausa kjaftasamkundu,þegar kjarasamningar og stöðugleikasáttmáli eru í uppnámi.Ef einhvern tímann var þörf á því að ráðherrar væru heima þá er það nú.Ef eitthvað gagn væri í þingi Norðulandaráðs þá hefði mátt réttlæta ferð þangað. En þetta er algerlega gagnslaus samkunda. Og þessar svokölluðu " vinaþjóðir" okkar hafa ekki einu sinni manndóm í sér til þess að veita okkur aðstoð í þrengingum nema með leyfi og skilyrðum AGS og ESB.Ég hefi misst alla trú á norrænnu samvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.