Mánudagur, 26. október 2009
OECD:Atvinnuleysi meira i Svíþjóð og Finnlandi en á Íslandi
Samkvæmt upplýsingum OECD er atvinnuleysi meira í Svíþjóð og í Finnlandi en á Íslandi í ár. Það er 11% í Svíþjóð og 8,7% í Finnlandi en 7,2% á Íslandi.Atvinnuleysi í Danmörku er 6%, í Noregi 3,7% og í Bretlandi 4,3% en því er spáð,að það verði 10% þar á næsta ári. Hins vegar dregst þjóðarframleiðslan meira saman á Íslandi í ár en í hinum löndunum. Hún dregst saman um 7-8% á Íslandi, um 5,5% í Svíþjóð,4,7% í Finnlandi,4% í Danmörku,1% í Noregi og 4,3% i Bretlandi.En vöruskiptajöfnuðurinn er mikið hagstæðari á Íslandi en í hinum löndunum..Það hefur verið mikill afgangur á vöruskiptajöfnuðinum á Íslandi í ár en halli á vöruskiptajöfnuðinum á öllum hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Af umræðunni mætti ætla,að allt væri í kalda koli á Íslandi en í þokkalegu lagi í grannlöndum okkar, En það er ekki svo.Það er kreppa líka í grannlöndum okkar en hún koma seinna þangað.Þessi staðreynd hjálpar okkur lítið. En ýmislegt bendir til þess að við verðum fljót að vinna okkur út úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.