Mánudagur, 26. október 2009
Jóhanna lýsti yfir vonbrigðum
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lýsti yfir vonbrigðum sínum á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í dag og gagnrýndi að lán Norðurlandanna til Íslands hefði verið tengd áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
Jóhanna sagðist hafa þakkað starfsbræðrum sínum fyrir veittan stuðning en jafnframt lýst yfir vonbrigðum með að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skyldi hafa tengt Icesave málið við lánafyrirgreiðslu sína við Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.