Þriðjudagur, 27. október 2009
Góður hagnaður af stoðtækjafyrirtækinu Össuri
Stoðtækjafyrirtækið Össur hagnaðist um sex milljónir dala, jafnvirði rúmlega 730 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Sala á vörum fyrirtækisins jókst um 11% og nam 82 milljónum dala. Jón Sigurðsson forstjóri segist vera ánægður með niðurstöður fjórðungsins. Reksturinn gangi vel og sé arðsamur. Sala á stoðtækjum hafi farið fram úr væntingum,( ruv,is)
Það er nóg af neikvæðum fréttum og þess vegna þarf að halda til haga jákvæðum fréttum. Þróun og afkoma Össurar er ævintýri. Hér er byggt á íslensku hugviti.Okkur hættir til að setja alla útrás í eina körfu. En útflutningur Össurar er dæmi um útrás sem tókst vel og stendur enn í miðri kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.