Þriðjudagur, 27. október 2009
Stöðugleikasáttmálinn úr sögunni?
Það er slæmt,að ekkert skuli hafa þokast í samkomulagsátt milli aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnar. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ekkert bakkað í helstu ágreiningsmálum þessara aðila,svo sem umhverfismálum,skattamálum og vaxtamálum.Ákvörðun stýrivaxta er að vísu ekki á forræði ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn ákveður stýrivexti.Mér finnst slæmt,að stjórnvöld skuli ekki standa við hækkun skattleysismarka. Það var að vísu ríkisstjórn Geirs H, Haarde sem gaf fyrirheit um að skattleysimörk ættu að hækka í áföngum. Sjálfsagt mundi núveradi ríkisstjórn vilja halda við það stefnumál en hún er i þröngri stöðu. Það kostar mjög mikið að hækka skattleysismörkin.Í umhverfismalum og varðandi uppbyggingu stóriðju getur ríkisstjórnin lítið gert annað en að gefa almennar yfirlýsingar.Hvort það dugar aðilum vinnumarkaðar er matsatriði.Vonandi halda kjarasamningar hvernig sem fer með stöðugleikasáttmála.
Bjrgvin Guðmundsson
![]() |
Hafa ekkert nálgast niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.