Fréttamaður tók að sér að verja forustu ASÍ!

Kastljós ræddi við Vilhjálm,formann Verkalýðsfélags Akraness, i gærkveldi.Spyrillinn Helgi Seljan, tók fram,að Gylfi Arnbjörnsson,forseti ASÍ,hefði ekki getað komið í þáttinn og enginn annar úr forustu ASÍ hefði verið reiðubúinn að mæta Vilhjálmi. Virðist Helgi hafa talið að hann yrði sjálfur að taka að sér hlutverk forustu ASÍ,þar eð hann tók til varna fyrir forustuna í öllum málum sem þeir ræddu.Vilhjálmur hefur veruð mjög gagnrýninn á forustu Alþýðusambandsins. Hann telur,að forustan hafi gert mistök með því að falla frá umsaminni kauphækkun verkafólks 1.mars sl. Vilhjálmur bendir á,að margir atvinnurekendur hafi verið í stakk búnir til þess að greiða kauphækkun 1.mars svo sem útflytjendur,olíufélögin og álfyrirtækin.Hann rifjaði upp,að Grandi hefði tilkynnt skömmu eftir að fyrirtækið gat ekki greitt verkafólki umsamda kauphækkun,að greiða ætti hluthöfum verulegan arð.Einnig gat hann um mikinn hagnað N 1,olíufélags.Útflytjendum og álfyrirtækjum hefði gengið vel m.a. vegna hagstæðs gengis.Vilhjálmur flutti á þingi ASÍ tillögu um að kanna ætti breytingu á skattlagningu lífeyris,þ.e. að skattleggja inngreiðslur í stað útgreiðslna. Vilhjálmur sagði,að ríkisstjórnin  ráðgerði  63 ja milljarða hækkun skatta og  nauðsynlegt væri að kanna hvort komast mætti hjá þeim skattahækkunum með breytingu á skattlagningu lífeyris, Tillaga Vilhjálms var felld á þingi ASÍ. Þá hefur Vilhjálmur einnig viljað breyta yfirstjórn lífeyrissjóðanna,þe. á þann veg að sjóðfélagar sjálfir tækju stjórn sjóðannna í sínar hendur í stað þess að verkalýðsforingjar og foringjar atvinnurekenda stjórnuðu sjóðunum eins og nú er. Þess hugmynd hefur heldur ekki hlotið náð hjá forustu verkalýðshreyfingarinnar. Helgi Seljan varðist vasklega þegar Vilhjálmur  útskýrði umbótamál sín. Er spurning hvort forusta ASÍ hefði nokkuð gert það betur. Umbótabarátta Vilhjálms hefur hljómgrunn hjá almenningi en ekki hjá forustu verkalýðshreyfingarinnar. Vilhjálmur sagði,að það væri til skammar, að lágmarkskaup verkafólks væri aðeins 144 þús. á mánuði. Ég er sammmála því.

 

Bj0rgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband