Laun verkafólks hækka 1.nóvember. Hvað með laun aldraðra og öryrkja?

Það er nú loks komið á hreint,að laun verkafólks hækka um 6750 kr. á mánuði 1.nóvember n.k. eftir nokkra daga.Laun verkafólks hækkuðu um sömu upphæð,  6750 kr. 1.júlí sl. Á undanförnum árum hefur það verið venja og það er raunar lögbundið að laun ( lífeyrir) aldraðra og öryrkja hækki samsvarandi launum verkafólks.En 1.júlí sl. bar svo við,að þetta gerðist ekki,heldur þveröfugt. Laun aldraðra og öryrkja voru lækkuð um leið og laun verkafólks voru hækkuð.Slíkt hafði ekki gerst áður,ekki einu sinni þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt um stjórnartaumana.

Nú vil ég  skora á félags-og tryggingamálaráðherra að hækka laun lífeyrisþega 1.nóvember til samræmis við kauphækkun verkafólks 1.júlí sl. og 1.nóv. n.k. Það er í samræmi við lög um almannatryggingar,sem segja að taka eigi mið að launaþróun og verðlagsþróun.Einnig skora ég á ráðherra að afturkalla kjaraskerðingu  lífeyrisþega frá 1.júlí sl. Ég get bent á tekjur til þess að standa undir þessum leiðréttingum: Sú ráðstöfun ríkisins að opna sparisjóðsbækur aldraðra og annarra í bönkunum hefur gert ríkinu ( almannatryggingum) kleift  að auka skerðingu tryggingabóta aldraðra um 4 milljarða.Það eru viðbótartekjur fyrir ríkið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband