Mikið brottkast á fiski í fyrra:345 millj.

Í nýrri skýrslu um brottkast á fiski kemur fram, að á síðasta ári hafi brottkastið numið rúmlega þrjú þúsund tonnum af þorski og ýsu samanlagt; 1.090 tonnum af þorski og 1.935 tonnum af ýsu.

Undirmálsfiskur er væntanlega stærsti hlutinn af brottkastinu, en eigi að síður eru veruleg verðmæti fólgin í þessum fiski. Miðað við sölutölur um undirmálsfisk á mörkuðum hefðu í fyrra hugsanlega getað fengist 345 milljónir til viðbótar fyrir þennan fisk sem var hent beint í sjóinn aftur. Um 173 milljónir fyrir þorskinn og 213 milljónir fyrir undirmálsýsuna.(mbl.is)

Hér er um alvarlegt mál að ræða. Sennilega er hér mest um undirmálsfisk að ræða.Stórauka þarf eftirlit til þess að koma í veg fyrir þrottkast. Við höfum ekki efni á því að kasta verðmætum í sjóinn eins og gert hefur verið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband