Miðvikudagur, 28. október 2009
Vergar skuldir ríkisins 165% af landsframleiðslu.Nettoskuldir 25%
Gunnar Tómasson hagfræðingur segir,að skuldir Íslands séu 3-400% af landsframleiðslu.Síðan hefur hann rætt við heimsþekkta hagfræðinga og spurt þá hvort þeir telji Ísland geta risið undir svo miklum skuldum.
Vegna ummæla Gunnars skrifaði ég eftirfarandi fyrir nokkrum sögum:
Þórarinn G.Pétursson hagfræðingur Seðlabankans segir,að vergar erlendar skuldir ríkisins séu ( í ágúst sl.) 165% af landsframleiðslu.Á móti þessum skuldum eigi ríkið ýmsar eignir og þegar þær hafi verið dregnar frá komi í ljós,að skuldir ríkisins erlendis séu 25% af landsframleiðslu. Þetta kom fram hjá hagfræðingnum í Speglinum á Ruv í gær.Rætt var um þetta þar í tilefni af ummælum Gunnars Tómassonar hagfræðings um að þjóðin stefndi í gjaldþrot vegna mikilla erlendra skulda þjóðarbúsins en hann nefndi þar töluna 240% af landframleiðslu. En Gunnar Tómasson var þar að tala um skuldir einkafyrirtækja og einkaaðila ásamt skuldum ríkisins. Mikið af skuldum einkafyrirtækja eru við móðurfyrirtæki og eignarhaldfélög erlendis,mörg þeirra eru til gjaldþrotameðgerðar og skuldir verða því afskrifaðar og önnur í greiðsustöðvun og semja um niðurfellingu skulda. Ekki er rétt að telja með skuldir einkafyrirtækja þar eð ríkið mun ekki ábyrgjast þær.Eðlilegra er að tala um skuldir ríkisins og þær eru vel viðráðanlegar. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í gær,að mörg erlend ríki væru með mun meiri erlendar skuldir en Ísland og nefndi hann nokkur dæmi því til staðfestingar. Hann sagði,að skuldir ríkisins hefðu hækkað vegna lækkunar gengis krónunnar og þær mundu lækka á ný þegar krónan styrktist.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.