Jóhanna fagnar því,að kjarasamningar haldi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fagnar því,að kjarasamningar hafa verið framlengdir. Hún telur það skipta miklu máli við endurreisn efnahagslífsins.Hún hefur verið á þingi Norðurlandaráðs og fundi norrænu forsætisráðherranna síðustu daga. Rætt hefur verið um umsókn Íslands um aðild að ESB og um lán Íslands frá AGS. Bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu Norðurlönd fyrir að tengja lán til Íslands við lausn Icesave deilunnar.Voru þau mjög harðorð í gagnrýni sinni.

Ég er algerlega sammála gagnrýni Jóhönnu og Bjarna og tel,að Norðurlönd hafi komið illa fram  við Ísland með því að hjálpa AGS að kúga Ísland.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Fagnar framhaldi kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það er eðlilegt að hún fagni því að Gylfi skuli hafa reddað þessu fyrir hana með því að semja um ekki neitt til að gefa ríkisstjórninni áfram tækifæri til að gera ekkert fyrir fjölskyldur og heimili þessa lands.

Ekki get ég séð að hún sjálf hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að tryggja framhald kjarasamninga nema síður sé.

Auknar álögur í formi skatta og niðurskurðar auk þess að heimilin skulu standa undir endurfjármögnun alls bankakerfisins.

Ræða hennar á Norðurlandaráðsþingi einkendist nú frekar að undirlægjuhætti gagnvart umheiminum og þá sérstaklega ESB, frekar en einhverri marktækri gagnrýni á Norðurlöndin eða önnur ríki yfirleitt.

Ræða Bjarna var hinsvegar góð og hann krafðist skýringa á stefnu Norðurlanda gagnvart Íslandi og svara. Gerði Jóhanna það? Nei bara eitthvað almennt rabb um að henni hefði ekki líkað, en þó á þeim nótum að enginn þyrfti að taka það neitt til sín né svara. Ekki rugga bátnum, gæti styggt ESB.

Viðar Friðgeirsson, 28.10.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband