Kreppan er dýpst hér á Norðurlöndum. Atvinnuleysi meira í Svíþjóð og Finnlandi

Upplýsingar þær,sem ég birti fyrir nokkrum dögum um efnahagsástandið á hinum Norðurlöndunum hafa vakið athygli.Upplýsingarnar,sem ég fékk frá OECD leiddu í ljós,að  atvinnuástandið í Svíþjóð og í Finnlandi er verra en hér.Atvinnuleysi í Svíþjóð er 11% en 8,7% í Finnlandi. Hér er atvinnuleysið 7,2%Í Danmörku er atvinnuleysi 6% og í Noregi 3,7%. Vöruskiptajöfnuður er einnig hagstæðari hér en á hinum Norðurlöndunum. Vöruskiptajöfnuðurinn hér er hagstæður um 28 milljarða það sem af er ársins.En   á öllum hinum Norðurlöndunum er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður. Hins vegar er samdráttur meiri í þjóðarframleiðslu hér en á hinum Norðurlöndunum. Samdráttur hér er 7%,í Svíþjóð 5,5%,í Finnlandi 4,7%,í Danmörku 4% og í Noregi 1%.

Fólk hefur ekki vitað að ástandið á hinum Norðurlöndunum væri eins slæmt og það er. Við höfum að sjálfsögðu verið upptekin af okkar eigin vandamálum. Það verður þrátt fyrir allt að telja,að kreppan sé dýpst hér. Lífskjör hafa dregist mest saman hér,meira en á hinum Norðurlöndunum.En atvinnuleysið skiptir einnig gífurlega miklu máli. Atvinnuleysisbætur eru lítið hærri á hinum Norðurlndunum en hér. Í Danmörku eru þær t.d. aðeins örlítið hærri í krónutali en hér.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband