Miðvikudagur, 28. október 2009
Ríkisendurskoðun gagnrýnir aðhaldsleysi í ríkisfjármálum
Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýrri skýrslu aðhaldsleysi í fjármálum. Margar stofnanir ríkisins fara fram úr fjárlagaheimildum.Þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin gerði á miðju ári í ríkisfjármálum hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti. Ráðstafanir til tekjuaukningar skiluðu sér en ekki þær ráðstafanir sem gerðar voru til niðurskurðar á útgjöldum.
Útgjöld eru meiri á árinu en áætlað var eða 556 milljarðar.Það er 49 milljörðum meira en áætlað var. Hallinn er 182 milljarðar í stað 153ja milljarða sem spáð var.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.