Miðvikudagur, 28. október 2009
Ríkisstjórnin stendur við fyrirheit um álver í Helguvík
Í yfirlýsingunni, sem gefin er út með hliðsjón af stöðugleikaviðræðum, og kemur frá forsætisráðuneytinu, segir að gerð stöðugleikasáttmálans síðastliðið vor hafi verið sögulegur og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina.
Að undanförnu hafa stjórnvöld átt fundi með fulltrúum Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasambands Íslands, Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins.
Í tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi út fyrir hönd forsætisráðherra og fjármálaráðherra segir að það sem þegar hafi áunnist við framfylgd sáttmálans gefi ótvírætt til kynna að það sé þjóðarnauðsyn að halda því verki áfram.(visir.is)
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir,að hún standi við fyrri fyrirheit um fjárfestingu á Suðurnesjum og í Straumsvík.Það þýðir m.a. álver í Helguvík.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.