Miðvikudagur, 28. október 2009
Mál Íslands var afgreitt hjá AGS í dag
Endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga var samþykkt á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fimmta tímanum í dag. Því mega stjórnvöld búast við greiðslu lána frá sjóðnum á næstunni.
Lánin nema 21 milljarð króna. Eftir að Íslendingar hafa fengið það lán er stutt í að lánin frá Norðulöndum berist til Íslands.
Fyrr í dag var gefin út sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra og fjármálaráðherra en í henni kom fram að Ísland fái um hundrað milljarða króna sem munu verða nýttir til þess að styrkja varagjaldeyrisforðann. Lánin frá Norðulöndunum nema um 80 milljarða króna.(visir,is)
Það var ekki seinna vænna,að mál Íslands væri afgreitt hjá AGS. Dráttur á afgreiðslu málsins allt þetta ár hefur orðið til þess að meirihluti þjóðarinnar hefur snúist gegn AGS.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.