Fjármálaráðherra: Áform um orkuskatta endurskoðuð

Áform um orku- og auðlindaskatta verða endurskoðuð, segir fjármálaráðherra, en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af Samtökum atvinnulífins og ASÍ. Í stað þeirra sé nú verið að ræða annarskonar tekjuöflun fyrir ríkissjóð.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ sagði í fréttum sjónvarps í gær að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um framgang
stöðugleikasáttmálans hefði komið sér í opna skjöldu. Hún væri ekki grunnur til að byggja á. Þar væri ýmislegt sem væri ekki í samræmi við það sem um hafi verið rætt, til dæmis hefði hann viljað sjá skýrari vilja ríkisstjórnarinnar vegna fyrirhugaðra orku- og auðlindaskatta sem þegar hafi sett nýjar fjárfestingar í atvinnulífinu í uppnám.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist vænta þess að hætt verði við orku- og auðlindaskatta.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um þetta. Ríkisstjórnin sé opin fyrir því að ræða möguleika á annarskonar tekjuöflun að minnsta kosti að hluta til. Fyrst og fremst verði að afla tekna og dreifa þeim byrðum á alla þá sem geti lagt sitt af mörkum. Ágæt samstaða hafi verið um málið í ríkisstjórn. Leita verði allra færra leiða til að draga úr kostnaði og útgjöldum og afla tekna. Ekki sé skrýtið þó menn vilji skoða hvort stór og öflug útflutningsfyrirtæki sem njóti góðs af hagstæðu gengi krónunnar og fleiri þáttum leggi eitthvað af  mörkum (ruv.is)

Ég tel í lagi að leggja á orkuskatta en aðeins hóflega. Ef til vill væri skynsamlegast að fara  milliveg: Hafa orkuskattana aðeins lága og láta atvinnulífið leggja fram aðrar tekjur á móti lækkun orkuskatta frá fyrri ráðagerðum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband