Fimmtudagur, 29. október 2009
Ekkert um eldri borgara og öryrkja í stjórnarsáttmálanum!
Það voru rótttæk stefnumál um bætt kjör aldraðra og öryrkja í stefnuskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar,sem tók við 2007.En í stefnuskrá núverandi stjórnar,Samfylkingar og VG er ekki að finna eitt orð um eldri borgara og öryrkja.Það er talað um að bæta kjör barna og fjölskyldna þeirra og þeirra,sem lakast eru settir.Það er nóg að finna um að koma eigi á norrænu velferðarkerfi,jöfnuði,félagslegu rétlæti og samhjálp.
En hvers vegna voru ákvæði um bætt kjör eldri borgara og öryrkja felld út?Var það samþykkt í einhveri stofnun Samfylkingarinnar? Nei svo var ekki. Þvert á móti var samþykkt hjá 60+ í Samfylkingunni að bæta ætti kjör aldraðra og tilgreint hvað ætti að leggja áherslu á í því sambandi.Þeir,sem sömdu stefnumál Samfylkingarinnar í stjórnarsáttmálanum höfðu ekkert leyfi til þess að strika ákvæði um eldri borgara og öryrkja út.Ég hefi grun um,að þeir hafi verið undir áhrifum AGS og ekki viljað gera neitt sem spillti möguleikum á því að skera niður almannatryggingar og þar með kjör aldraðra og öryrkja.En með því að gera þetta gengu þeir gegn stefnu 60+ samtaka eldri borgara í Samfylkingunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.