Þing LÍÚ: Jón fór eins og köttur í kringum heitan graut

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra flutti ræðu á þingi LÍU í dag. Hann ræddi tvö eldfim mál: Umsókn Íslands um aðild að ESB og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfis.Í ummælum um fyrra málið gat hann ekki leynt því,að hann væri sjálfur andvígur aðild að ESB. Var helst á honum að skilja að hann vildi sem fyrst fá botn í það hvort Ísland fengi nægar undanþágur í sjávarútvegsmálum svo unnt væri sem fyrst að slíta viðræðum og hætta við aðild. Hann var ekki eins skýrmæltur þegar hann ræddi síðara málið Hann fór þá eins og köttur kringum heitan graut í umfjöllun um það stefnumál stjórnarinnar að innkalla ætti veiðiheimildir á 20 árum.Honum tókst að tala lengi um málið án þess að nefna innköllun veiðiheimilda. Er erfitt að sjá hvernig Jón getur verið sjávarútvegsráðherra þegar hann virðist  andvígur aðalstefnumálinu í þeirri grein,þe, innköllun veiðiheimilda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband