Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 41 milljarð í ár

Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 40,6 milljarða. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um rúma þrjá milljarða króna.

Fyrstu níu mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir rúman 341 milljarð króna en inn fyrir 279,5. Vöruskiptin voru því hagstæð um tæpa 44 milljarða, en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um tæpa 65 milljarða.

Verðmæti vöruútflutnings fyrstu níu mánuði ársins 2009 var rúmlega fjórðungi minni en á sama tíma árið áður. Rúmlega 44% samdráttur var á innflutningi á sama tíma.(ruv.is)

Þetta eru ánægjulegar tölur og leiða í ljós,að mikill útflutningur mun hjálpa okkur að komast út úr kreppunni.Á sama tíma og vöruskiptajöfnuður okkar er þetta hagstæður er vöruskiptajöfnuður óhagstæður hjá öllum hinum Norðurlöndunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband