Föstudagur, 30. október 2009
Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 41 milljarð í ár
Fyrstu níu mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir rúman 341 milljarð króna en inn fyrir 279,5. Vöruskiptin voru því hagstæð um tæpa 44 milljarða, en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um tæpa 65 milljarða.
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu níu mánuði ársins 2009 var rúmlega fjórðungi minni en á sama tíma árið áður. Rúmlega 44% samdráttur var á innflutningi á sama tíma.(ruv.is)
Þetta eru ánægjulegar tölur og leiða í ljós,að mikill útflutningur mun hjálpa okkur að komast út úr kreppunni.Á sama tíma og vöruskiptajöfnuður okkar er þetta hagstæður er vöruskiptajöfnuður óhagstæður hjá öllum hinum Norðurlöndunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.