Föstudagur, 30. október 2009
Neytendasamtökin: Bankarnir mismuna viskiptavinum
Stjórn Neytendasamtakanna telur afar mikilvægt að tryggja jafnræði neytenda og fyrirtækja sem eiga í greiðsluvandræðum, í stað þess að hver banki setji sér sínar reglur en þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna.
Þar segir að dæmi um ójafna stöðu sem nú ríkir meðal viðskiptamanna ríkisbankanna er niðurfelling hluta skulda erlendra lána í einum bankanna og umbreytingu lána í óverðtryggð lána, meðan hinir ríkisbankarnir hafa engin áform uppi um sambærileg kjör til sinna viðskiptamanna.
Það er því mikilvægt að reglur um þetta verði samræmdar til að tryggja jafnræði og að þar verði tekið mið af þeim reglum þar sem lengst er gengið til að koma til móts við þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum," segir á heimasíðunni.
Neytendasamtökin leggja á það þunga áherslu að gangsæi verði grundvallarforsenda í viðskiptum banka og sparisjóða við viðskiptavini sína, til að jafnræði ríki í viðskiptum fjármálafyrirtækja við neytendur og fyrirtæki.
Því hafi Neytendasamtökin sent bréf til efnahags- og viðskiptaráðherra, dómsmála- og mannréttindaráðherra, bankastjóra banka og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða vegna málsins.(visir,is)
Ég tek undir með stjórn Neytendasamtakanna í þessu efni.Það verða allir að sitja við sama borð þegar kemur að ráðstöfunum til þess að minnka greiðsluvanda heimila og fyrirtækja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.