Föstudagur, 30. október 2009
Atvinnuleysi mikið meira í Bretlandi og Bandaríkjunum en hér
Atvinnuleysi er 9,8% í Bretland og jafnmikið í Bandaríkjunum.Það er til jafnaðar 8,7% í ESB löndum.Það er 8,8% í Finnlandi. Þetta er talsvert meira atvinnuleysi en hér en það er nú 7% hér.Að vísu er talið að það muni aukast hér í vetur en síðan vonum við að ástandið fari að lagast verulega hér.Í Danmörku er atvinnuleysi 6,3%.
Þjóðarframleiðsla er nú farin að aukast á ný í Bandaríkjunum og væntanleg mun það koma fram í aukinni atvinnu og draga úr atvinnuleysi.Hins vegar er ástandið ekkert farið að lagast í Bretlandi.
Öflugir lífeyrissjóðir okkar hjálpa okkur mikið í kreppunni. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur fá yfirleitt þokkalegan lífeyri enda þótt það sé mjög misjafnt sem lífeyrisþegar fá. Ófaglærðir verkamenn eru með lágan lífeyri úr lífeyrissjóði.´Lífeyrissjóðirnir ætla að leggja fé til ýmissa framkvæmda til þess að örva atvinnu og hjálpa ríkisvaldinu við atvinnuaukningu.Nefnt hefur verið í þessu sambandi bygging nýs Landsspítala,vegaframkvæmdir o.fl.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.