Föstudagur, 30. október 2009
Jóhanna vill hraða afnámi gjaldeyrishafta
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hefur fulla trú að hægt verði að fara hraðar í afnám gjaldeyrishafta en áður var áætlað.
Hún telur að samþykkt Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun stjórnvalda hafi jákvæð áhrif á stýrivexti. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í næstu viku og ráðgert hefur verið að bankinn taki fyrsta skrefið við afnám gjaldeyrishafta nú um mánaðamótin. Opnað verður fyrir erlendar fjárfestingar sem fela í sér flæði gjaldeyris til landsins og ætti það að styrkja krónuna í fyrstu að mati Seðlabankans. Boðað hefur verið til blaðamannfundar í Seðlabanka Íslands í fyrramálið.(visir,is)
Samkvæmt aðild okkar að EES eiga gjaldeyrisviðskipti að vera frjáls.Við erum á undanþágu með gjaldeyrishöftin. Aðalástæðan fyrir gjaldeyrishöftunum eru Jöklabréfin sem erlendir aðilar eiga. Þar er um miklar fjárhæðir að ræða og yfirvöld hafa vilja koma í veg fyrir að þau yrðu innleyst öll í einu svo gengið mundi ekki kolfalla. Ætlunin er að hafa stjórn á afnámi gjaldeyrishaftanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.