Laugardagur, 31. október 2009
Öryrkjar mótmæla kjaraskerðingu.Ríkisstjórnin verður að leiðrétta kjör lífeyrisþega
Öryrkjabandalagið birtir heilsíðuauglýsingu í blöðum í dag,þar sem kynnt er ályktun samtakanna um kjaramál frá aðalfundi þeirra 24.þ.m .Þar segir svo m.a:
Alvarlegt ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur lagst mjög þungt á öryrkja.Þeir hafa orðið að Þola skerðingar framfærslífeyrisumfram aðra þegna þessa lands.Um áramótin síðustu voru bætur almannatrygginga skertar um allt að 10% og 1.júlí sl. voru greiðslur til fjölmargra skertar enn frekar með nær engum fyrirvara.Þar að auki var þátttaka ríkisins í kostnaði við sjúkra-iðju og talþjálfun skert til muna 1,oktober. Öryrkjar nutu ekki góðærisins og eiga því sérstaklega erfitt með að takast á við kreppu og kjaraskerðingar. Aðalfundur ÖBI skorar á ríkisstjórn VG og Samfylkingar að bæta öryrkjum þær skerðingar,sem þeir hafa orðið fyrir,sem fyrst.
Þetta á nær allt við aldraða einnig. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör þessara tveggja hópa,hún hefur ráðist á garðinn,þar sem hann er lægstur. Það er ekki í samræmi við kosningafyrirheit. Ríkisstjórnin verður að leiðrétta kjör lífeyrisþega strax.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.