Hvers vegna er ekkert í stöðugleikasáttmálanum um kjör lífeyrisþega?

Miklar umræður eiga sér nú stað um stöðugleikasáttmálann. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA sameinuðust um það að gera mikla kröfur til ríkisstjórnarinnar og mörgum fannst sem þessir aðilar hefðu stillt ríkisstjórninni upp við vegg: Hún átti að samþykkja kröfur aðila vinnumarkaðarins,ella yrðu kjarasamningar ekki framlengdir.Ríkisstjórnin lét ekki beygja sig. Jóhanna forsætisráðherra sagði í gærkveldi,að ríkisstjórnin gæti ekki gefið frá sér skattlagningarvaldið.Það er rétt hjá henni.Ríkisstjórnin getur ekki látið Gylfa og Vilhjálm stilla sér upp við vegg.Ríkisstjórnin vill dreifa skattlagningunni en þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur vilja hlífa atvinnulífinu. Það gengur ekki. Allir verða að bera hluta byrðanna,einnig atvinnulífið,einnig álfyrirtækin. Þau greiða aðeins þriðjung þess orkuverðs hér sem greiða verður í ESB löndum.

Það er margt gott í stöðugleikasáttmálanum.En aldraðir og öryrkjar gleymdust alveg þegar sáttmálinn var settur saman.Auðvitað hefðu þessi lífeyrisþegar átt að hafa fulltrúa við gerð sáttmálans en svo var ekki. ASÍ "gleymdi" öldruðum og öryrkjum við gerð sáttmálans.Ríkisstjórnin " gleymdi" þeim einnig.Áður mundi ASÍ og Jóhanna eftir lífeyrisþegum við gerð kjarasamninga.En ekki núna.Áður var íhaldið við völd en nú "félagshyggjuflokkar". Halda þessir aðilar að þeir geti valtað yfir lífeyrisþega af því að "vinstri flokkar" eru í stjórn?Það væri fróðlegt að vita hvers vegna kjaramál aldraðra og öryrkja voru strikuð  út úr  stöðugleikasáttmálanum.Heyrst hefur,að einhverjir hjá ASÍ og ríkisstjórninni telji,að þeir lægst launuðu meðal lífeyrisþega hafi fengið svo miklar hækkanir,að þeir þurfi ekki meira. Þeir séu vel settir.Hvað er það  rétta í því efni? Nokkur hundruð eldri borgarar fengu hækkun 1.sept. 2008,þ.e. 130 þús.eftir skatta ( einhleypir)Sú upphæð stendur nú í 155 þús. eftir skatta. Hver lifir af því. Nú 1.nóv. fær verkafólk,sem er með 220 þús. á mánuði og minna kauphækkun. Það eru allir eldri borgarar undir því marki. Enginn fær meira frá TR en 180 þús. á mánuði bruttó.Margir tugir þúsunda launþega fá kauphækkun  á morgun. En þegar skömmtuð var hækkun til eldri borgara (155 þús. eftir skatt til einhleypinga) fengu aðeins nokkur  hundruð eldri borgara  þá hækkun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband