17-35% lækkun á greiðslubyrðinni

Fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður skrifuðu í morgun undir samkomulag um verklagsreglur um skuldaaðlögun fólks. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að með samkomulaginu verði þúsundum heimila forðað frá gjaldþroti.

Þeir sem vilja lækka greiðslubyrði tímabundið af fasteignaveðánum, bílalánum og bílasamningum geta nú fengið svokallaða greiðslujöfnun. Einnig hefur verið gengið frá samræmdum reglum um sértæka skuldaaðlögun sem er úrræði fyrir fólk sem er í það miklum greiðsluerfiðleikum að almenn úrræði nægja ekki. Algeng lækkun á greiðslubyrði láns í erlendri mynt við upphaf greiðslujöfnunar er á bilinu 20-35%. Hjá þeim sem eru með verðtryggð lán, tekin fyrir 1. janúar í fyrra , lækkar greiðslubyrðin um 17%. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að með þessum reglum takist að forða þúsundum heimilum frá gjaldþroti.(ruv.is)

Enda þótt þegar séu byrjaðar deilur um þessar ráðstafanir tel ég ,að þetta sé það best sem hefur verið gert til þess að lækka greiðslubyrðina.Sumir eru óráðnir varðandi það hvort þeir eigi að þiggja þetta úrræði.Það fer eftir því hvað menn eru í miklum vandræðum. Afborganir munu miðast við launavísitölu  en höfuðstóllinn áfram miðast við verðlagsvísitölu. Þeir sem telja,að laun hækki mikið á næstunni eru  á móti þessu úrræði.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband