Munu landsmálin blandast inn í sveitarstjórnarkosningarnar?

Sveitarstjórnarkosningar munu fara  fram næsta vor.Reikna má með því að landsmálin muni blandast að verulegu leyti inn í kosningarnar vegna þess hve stutt er frá efnahagshruninu.Þetta var rætt í þætti Sigurjóns Egilssonar Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Tveir bæjarstjórar,Svanlaug á Dalvík og Elliði í Vestmannaeyjum ræddu málið.Svanlaug er Samfylkingarkona en Elliði harður hægri maður. Þetta mótaði umræðuna.Svanlaug sagði,að stjórnarandstaðan hefði verið mjög óábyrg og nefndi hún,að Steingrímur J. hefði hins vegar sýnt mikla ábyrgðartilfinningu,þegar neyðarlögin voru sett.Elliði var á öndverðum meiði. Hann sagði,að stjórnarandstaðan hefði verið ábyrg. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að knýja í gegn umdeil mál eins og umsókn um aðild aðild að ESB þegar þörf væri á samstöðu. Þessi orðaskipti spegla ef til vill þær deilur,sem geta verið í uppsiglingu þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga.Landsmál hafa að vísu alltaf blandast eitthvað inn í sveitarstjórnarkosningar. En ef  til vill verður það meira næst en áður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband