Kvótinn:Ætlar Guðbjartur að svíkja kosningaloforðið?

Halda stjórnmálamenn,að kjósendur séu fífl?Samfylking og VG gáfu það kosningaloforð,að innkalla ætti allar veiðiheimildir á 20 árum,þ.e. 5% á ári.Þetta ákvæði er í stjórnarsáttmálanum.Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra talar út og suður þegar hann er spurður um þetta ákvæði og nú hefur Guðbjartur  Hannesson alþingismaður og formaður nefndar um endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins tekið upp sama hátt,að slá úr og í þegar hann er spurður um innköllun veiðiheimilda.Hann var gestur þáttarins Á Sprengissandi í morgun ásamt Friðrik framkvæmdastjóra LÍÚ Guðbjartur sagði við Sigurjón Egilsson,að nefndin ætti að " leita lausna" en hann sló því ekki föstu að það ætti að innkalla veiðiheimildir eins og stendur í stjórnarsáttmálanum.Hann ræddi meira um að skilgreina þyrfti eignarréttinn á veiðiheimildunum og tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir þeim,einnig að auðlindagjald yrði innheimt. Þeir Guðbjartur og Friðrik virðust mjög sammála um málið og var greinilegt í þættinum,að Friðrik gekk út frá,að ekki yrði um neina innköllun veiðiheimilda að ræða.

Ekki veit ég hvað þeir Jón Bjarnason og Guðbjartur eru að hugsa. Ef þeir halda,að þeir geti svikið loforð við'  kjósendur um innköllun veiðiheimilda þá fara þeir villur vega. Kjósendur eru ekki fífl. Þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er. Stefna stjórnarflokkanna í þessu máli var skýr. Það átti að innkalla veiðiheimildir en ræða útfærslu og reyna að ná sáttum um hana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband