Sunnudagur, 1. nóvember 2009
Hefur RUV verið of hallt undir ríkisstjórnina?
Páll Magnússon segist hafa litlar áhyggjur af þeim röddum sem nú heyrast að Ríkisútvarpið sé að draga taum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að eitt sinn hafi hann verið sagður framlenging hinnar svokölluð bláu handar. Nú eigi hann að vera málpípa vinstri manna, þetta fari bara eftir því hvernig vindar blása.
Þegar þú segir að allir fjölmiðlar beri ábyrgð þá ber enginn ábyrgð. Það er eðlismunur á því hvernig Rúv gekk fram í þessu útrásarjukki öllu saman og því hvernig aðrir miðlar gerðu. Við leyfðum öllum gagnrýnisröddum að heyrast hvort sem þær voru innlendar eða erlendar. Það voru hinsvegar íslenskir stjórnmála- og bankamenn sem gerðu lítið úr þessu. Þeir sögðu að menn þyrftu á endurmenntun að halda og að menn skyldu ekki íslenska viðskiptamódelið," sagði Páll Magnússon á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Hanns agði að á Rúv hefðu hinsvegar allar þessar raddir komið fram. Hann sagði eftir á að hyggja hefði hann viljað kaupa meiri sérfræðiþekkingu til þess að fjalla um þessa hluti.
Þetta er hægt að mæla. Rúv var ekki flaðrandi upp um lappirnar á þessum auðmönnum. Og hvenrig er upplifun þjóðarinnar á þessu? Haldið þið að það sé tilviljun að 80% þjóðarinnar treystir Rúv mjög vel. Sá sem er í öðru sæti er með 40%. Við erum með algjör yfirburði vegna þess að Rúv fjallaði um þessa hluti á hlutlausan, sanngjarnan og eðlilegan hátt."(visir,is)
Mbl, hefur gagnrýnt RUV harðlega undanfarið.Gagnrýni er aðallega um það,að RUV sé of hallt undir ríkisstjórnina og að sjónarmið stjórnarandstöðunnar komist ekki nægilega að.Ég tel þessa gagnrýni ekki á rökum reista. Ég tel RUV hafa staðið sig nokkuð vel í þessu efni og gætt hlutleysis.
Björgvin Guðmundsson
Hvernig líst þér á upptöku vegtolla á helstu stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu?
Kjörkassinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.