Er Egill Helgason hlutdrægur?

Þeir Páll Magnússon útvarpsstjóri og Jón Magnússon lögmaður voru í þættinum Á Sprengisandi í morgun  til þess að ræða um RUV og hvort það gætti nægilega óhlutdrægni.Jón Magnússon gagnrýndi Egil Helgason harðlega fyrir að hafa lagt Seðlabankastjóra( DO)  og son sinn,Jónas Fr.Jónsson, fyrrv. forstjóra FME  í einelti.Spurningin  er þessi: Hefur Egill Helgason lagt þessa menn í einelti? Ég held ekki. Það  verður að gæta þess,að Seðlabankinn og FME voru lykilstofnanir  í aðdraganda hrunsins. Það voru þessar tvær stofnanir,sem höfðu eftirlit með bönkunum  með höndum og   þær brugðust eftirlitshlutverki sínu. Þess vegna er eðlilegt að mikið hafi verið fjallað um þær.Bankarnir og ríkisstjórnin báru einnig höfuðábyrgð.Mér finnst Agli Helgasyni hafa yfirleitt tekist vel að gæta óhlutdrægni í Silfri Egils. Að   vísu finnst mér hann hafa tekið útrásarvíkingana misjafnlega fyrir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband