44% Íslendinga neikvæðir í garð Breta

Viðhorf Íslendinga til Breta er enn mjög neikvætt en hefur þó breyst á síðustu 12 mánuðum. Samkvæmt þjóðar­púlsi Gallup eru 44% Íslendinga neikvæðir í garð Breta en fyrir ári sögðust 64% hafa neikvæð viðhorf í garð þeirra. Viðhorf til Bandaríkjamanna eru gjörbreyst og er mun jákvæðara.(visir.is)

Ég er ekkert hissa á þessari niðurstöður eftir framkomu Breta við Íslendinga í bankahruninu og Icesave deilunni.Íslendingar eru ekki búnir að gleyma því,að Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga.Þeir hafa ekki komið svo illa fram við neina aðra þjóð. Einnig tóku Bretar yfir banka Kaupþings í Bretlandi,sem var dótturfyrirtæki Kaupþings og heyrði undir bresk lög. Með því að taka bankann yfir settu Bretar Kaupþing á hausinn. Hugsanlega hefði Kaupþing lifað ella.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband